Færsluflokkur: Bloggar

Allt að hrynja?

Þessi fjármálakrísa er svakalegasta krísa sem ég hef upplifað á minni ævi,  það virðist vera sama hvert maður leitar alls staðar eru bankar í vondum málum.  Hvað í ósköpunum gerðist eiginlega?  Jú, eflaust græðgi en þegar annar hver banki á vesturlöndum er í vandræðum eða er að fara yfir um að þá hefur eitthvað meira en lítið verið að.  Opinbert eftirlitskerfi hefur augljóslega brugðist og sennilega er það líka þess vegna sem ríkisstjórnir og seðlabankar eru fúsir til þess að aðstoða og jafnvel þjóðnýta banka í vandræðum.

Ég vona bara að fólk nái að þreyja þorrann á meðan þessar hörmungar ganga yfir en það verður vissulega ekki auðvelt fyrir íslenskan almenning þar sem hann fær að blæða aukalega vegna hálfvitaskaps stjórnmálamanna að reyna að halda í algjörlega ónýtan gjaldmiðil!

Við þá segji ég... blóð almennings er á ykkar höndum og þið ættuð að hafa vit á því að hundskast til þess að segja af ykkur og hleypa fagmönnum að til þess að reyna að takmarka skaðann sem þið hafið valdið.


mbl.is Fortis komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefa upp upphæðir í EURO/USD

Væri ekki skynsamlegt hjá mogganum og öðrum fjölmiðlum að hætta að breyta upphæðum eftir gengi íslensku krónunnar hverju sinni?  Bara gefa upp eins og í þessu tilfelli að tapið sé t.d. 1,4 milljarður dollara,  það væri mun nákvæmari fréttamennska.
mbl.is Norski olíusjóðurinn tapar enn á WaMu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjór í Esjunni

Mynd tekinn í dag...


Stóriðjustefnan gjaldþrota!

Þessi hækkun hjá OR hlýtur að sýna það og sanna að raforkuverð til stóriðju er alltof lágt og almenningur er látinn borga brúsann eins og venjulega!  Held að Íslendingar ættu að hafa þetta í huga þegar þeir styðja það að rústa landsvæðum til þess eins að mala gull fyrir erlenda auðhringi og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is Orkuveitan segir að raunverð raforku hafi lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða lyfjum eru þeir?

Maður skilur ekki hvers konar vitleysingar eru við stjórnvölin hjá Seðlabankanum... eða vildi Seðlabanki USA kannski ekki semja við Seðlabanka Íslands?  Ef svo er,  hvers vegna koma þeir hjá Seðlabanka Íslands þá ekki hreint fram?

Er Seðlabankinn eitthvað að reyna að finna lausnir á vandanum... eða eru þeir eina fólkið í landinu sem sér ekki í hverslags djúpum skít íslenska krónan er lent í - kannski í afneitun fyrir þeim gríðarlegu mistökum sem Seðlabankinn hefur gert sl. 2-4 ár?

Maður skilur þetta bara ekki!


mbl.is Ekki þótti ástæða til að gera gjaldmiðlaskiptasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulegt er best :)

Konur þurfa ekkert að breyta sér mín vegna... bara vera eins og þær voru skapaðar.  Bæði einfaldast og ódýrast. Wink
mbl.is Kynfæraaðgerðir vafasamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus rigning

Æ hvað það væri nú gott að fá smá hvíld frá þessari endalausu rigningu sem hefur dunið yfir okkur síðasta mánuðinn!
mbl.is Það rignir og rignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnusiðferði

Hvernig er það... er ekki vinnusiðferði kennt í Bandaríkjunum?  Maður hefur nú ekki heyrt annað en að þessi stúlka fá slatta af peningum fyrir að vera í þessum þáttum,  mikið meira en verkamaður á einu ári!  Væri ekki bara skynsamlegt af atvinnuveitandanum að skerða launin hennar um X prósent við hvert skróp?

Ætli maður fari ekki að sjá auglýsingar um að stúlkan hafi gefið út ævisögu fljótlega?

Ruglað lið!


mbl.is Reynir að láta reka sig úr starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda bakreikning?

Getur ekki þessi lögfræðingur send súludansmeynni bakreikning bara,  þar sem fyrri borgun reyndist vera bara allt í plati?
mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okurþjóðfélag á öllum sviðum

Ég er búinn að halda því fram lengi að þetta fáránlega háa verð á fasteignum gæti ekki haldið og það er að koma á daginn að húsnæðisverðið er að byrja sína niðurgöngu og er það bara til heilla til lengri tíma litið.  Í dag er vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér þokkalegt húsnæði á kjörum sem það ræður við og ef það ræður við það að þá er það múlbundið í skuldaklafa næstu 40 árin eða svo þar sem verðtryggingin er ekkert annað en löglegur þjófnaður.

Mestu mistök íslenskrar stjórnmálasögu var þegar samtenging vísitalna var aftengd á þann hátt að launavísitalan var algjörlega aftengd en hinar vísitölurnar héldu áfram sinni samtengingu.  Eftir stóð heil kynslóð í djúpum skít!  Við lærum aldrei af reynslunni og því miður er sú kynslóð sem hefur verið að eignast sínar fyrstu íbúðir sl. 2 árin að lenda í því sama og fyrri kynslóð en vonandi á vægari nótum þó.

Það er engin spurning í mínum huga að fólk á ekki einu sinni að hugsa um húsnæðiskaup í því ástandi sem er í dag heldur frekar að leigja og leggja fyrir eins og það getur á meðan fasteignaverð er að lækka.  Það mun taka 1-2 ár þangað til að fasteignaverð verður mönnum bjóðandi aftur.

Ég er að leigja sjálfur og veit allt um að leiguverðið er líka fáránlega hátt en það er þó skárri kostur en að sitja uppi með fasteign sem á bara eftir að lækka í verði og vera kominn í skuldafangelsi bankanna sem eru verðtryggðu húsnæðislánin.

Í Guðanna bænum ekki taka verðtryggt lán!

Varðandi heilbrigðiskostnað... hvers vegna í fjandanum er ekki tannlækningar og augnlækningar borgaðar af ríkinu eins og önnur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta?


mbl.is Kreppir að fjárhag unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband