Færsluflokkur: Bloggar
Almenningur á ekki að borga fyrir bankana
Sagði Brown í ræðu sinni á flokksþingi Verkamannaflokksins, að sumir telji að almenningur þurfi að borga fyrir mistökin sem bankamenn gerðu. Ég segi ykkur þetta um markmið okkur við björgun bankanna: breskur almenningur á ekki að borga fyrir bankana. Nei, bankarnir eiga að borga breskum almenningi til baka," sagði Brown.
Þetta hlýtur að gilda um íslenskan almenning líka!
Þarf niðurstöðu fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.9.2009 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessari grein liggja mörg tækifæri fyrir Íslendinga enda almennt mjög tæknivæddir og höfum verið að mennta fullt af fólki sem getur búið til leiki og alls konar lausnir sem er um að gera að flytja út!
Úr banka í tölvuleikjagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.9.2009 | 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Gamla Ísland" er greinilega enn allsráðandi í þjóðfélaginu eins og þessi gjörningur sýnir svart á hvítu! Stóra spurningin er hvernig sé hægt að ógilda þennan heimskulega samning sem veldur borgarbúum og fleirum stórtjóni til langs tíma!
Ég legg til að laun þeirra borgarstjórnarmanna sem samþykktu þennan samning, sem felur í sér tap uppá marga milljarða króna, verði fryst og haldið eftir sem skaðabótum upp í þennan skandal sem átti sér stað í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Einnig vil ég að fari fram lögreglurannsókn á hagsmunatengslum þeirra borgarstjórnarmanna sem samþykktu þennan samning við Magma og aðra hagsmunaaðila!
Það er alveg ótrúlegt að þessi samningur skuli hafa verið t.d. samþykktur án þess að farið hafi fram áhættumat á þessu erlenda fyrirtæki Magma! Það má líka spyrja sig, er regluverk EES/ESB það götótt að það dugi að stofna skúffufyrirtæki í EES landi til þess að geta sölsað undir sig auðlindum þeirra þjóða?
Hvers vegna hefur engin lagaleg úttekt verið gerð áður en fávitarnir í borgarstjórn samþykktu þennan samning!?
Sala í HS Orku samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.9.2009 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er nokkuð ljóst að það er lítið að marka þessar hraðamyndavélar eftir þessu myndbandi að dæma.
30% ökumanna óku of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.9.2009 | 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Furðuleg þessi tilhneiging lögreglu og fjölmiðla að draga úr fjölda mótmælanda! Austurvöllur var um tíma nánast troðin og myndi ég halda að þarna hafi verið 3-5 þúsund manns saman komin.
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2008 | 19:35 (breytt 9.11.2008 kl. 11:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki tímabært að ræða um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.10.2008 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvers konar andskotans hálfvitar hafa verið að stjórna þessu landi eiginlega? Fjármálakerfið í rúst og nú kemur í ljós að Seðlabankinn gleymdi bara að setja 300 milljarða í mínusdálkinn þegar hann var að meta stöðu sína. Úppsss...!
Ég legg til að við bara afsölum okkur fullveldi og göngumst á hendur norska kónginum... það er alveg augljóst að við eigum ekki fullveldi skilið þegar við leyfum stjórnvöldum og embættismönnum að rústa öllu sem forfeður okkar unnu fyrir með blóði, svita og tárum!
Ísland er orðið aðhlátursefni um allan heim... Íslendingar ættu að skammast sín fyrir að láta þessi helvítis fífl komast upp með að nauðga þjóðinni hvað eftir annað og nú liggur þjóðin eftir í sárum sínum nær dauða en lífi!
Viðbúið að tjónið verði mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.10.2008 | 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geir ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.10.2008 | 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað er ESB og Evran á dagskrá það er eina raunhæfa leiðin út úr þessum vanda til langframa allt annað eru skyndilausnir! Ef við værum með Evru að þá væri án vafa fjármálavandræði en við værum laus við helming vandans, þ.e. gengishrun krónunnar!
Ef stjórnmálamenn sjá þetta ekki að þá erum við mesta samansafn af heimskingjum á Alþingi! Óþarfi er að nefna Seðlabankann en þar hafa menn sennilega verið á einhverju fylleríi því nánast ekkert hefur verið gert og það sem gert hefur verið hefur verið eins og að hella olíu á eld!
Vanhæfni stjórnkerfisins er hrópandi!
Það þýðir ekki núna að nota blinda augað, nú er tími fyrir stjórnmálamenn að axla ábyrgð ef þeir eru á annað borð færir um það!
Við höfum einungis tvær leiðir í stöðunni eins og ég sé hana...
- ESB og neyðarinnganga í Evruna
- Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn - þessi kostur er langverstur!
KRÓNAN ER DAUÐ!
Evran ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2008 | 18:06 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta er alveg stórundarlegur gjörningur þar sem íslenskur almenningur er að blæða út vegna gjaldeyrisvandamála en á meðan eru stjórnvöld að útdeila verðmætum, sem losunarheimildir eru, ókeypis til álfurstanna!
Það er ekki skrítið að allt sé í kalda koli þegar íslenska þjóðin hefur svona andskotans hálfvita og asna við stjórn. Það versta er að almenningur getur lítið gert annað en að horfa uppá þessa andskota rústa gjörsamlega efnahagskerfi landsins því engir öryggisventlar eru til í stjórnarskránni um að almenningur geti knúið fram stjórnarskipti með undirskriftum eða einhverjum öðrum aðgerðum. Allavega er mér þá ekki kunnugt um þann öryggisventil... en ef hann er til endinlega segið mér frá honum.
Það verður að boða til nýrra alþingiskosninga strax þar sem meginmarkmið næstu ríkisstjórnar yrði að hefja aðildarviðræður við ESB strax og sjá hvort að þeir geti leyst úr flækjunum okkar til bráðabirgða á meðan við værum í ferlinu til að taka upp Evruna. Krónan er dauð! Það sjá allir nema Dabbi kóngur og þýlindi hans.
Þrjú fyrirtæki fá losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.9.2008 | 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Verslunin mín Vörur sem eru með ljósmyndir sem ég hef tekið. Dæmi um vörur, músamottur, kort o.s.frv.
- Tónlistarsíðan mín Tónlistin mín
- Icelandphotoblog Ljósmyndabloggið mitt
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar