Völtum yfir landið!

Er þetta ekki annars markmiðið hjá stjórnmálamönnum?  Þeir vilja virkja og virkja og virkja...  það endar auðvitað með því að við verðum búin að rústa öllum náttúruperlum okkar sem þýðir að ferðamannastraumurinn verður núll.  Hvaða ferðamaður haldið þið að hafi áhuga á að sjá eintómar stíflur og álver?

Hvers vegna í ósköpunum erum við síðan að fara út í stórfelldar jarðvarmavirkjanir þegar 90% af orkunni fer bara útí loftið og til spillis?  Væri ekki ráð að þróa í það minnsta betri tækni sem nýtir orkuna betur og nota þær virkjanir sem nú þegar eru til staðar til prófanna?

Katrín talar um 700 megawött... hver á að njóta góðs af því,  ekki verður það almenningur í landinu það er bókað!  Nei,  það verða einhverjir álverskóngar sem fá þessa orku alveg bókað gefins miðað við árangur yfirvalda í samningum hingað til!

Þessar framkvæmdir eiga allar að fara í salt á meðan við erum að vinna okkur út úr kreppunni sem meðal annars risaframkvæmdirnar á Kárahnjúkum áttu sinn þátt í!


mbl.is Deilt um megavött á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Heyr, heyr! Enga nýja ofþenslu eins og fyrir hrun - slíkt leiðir einungis til nýs hruns.

Torfi Kristján Stefánsson, 14.4.2011 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband