Okurþjóðfélag á öllum sviðum

Ég er búinn að halda því fram lengi að þetta fáránlega háa verð á fasteignum gæti ekki haldið og það er að koma á daginn að húsnæðisverðið er að byrja sína niðurgöngu og er það bara til heilla til lengri tíma litið.  Í dag er vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér þokkalegt húsnæði á kjörum sem það ræður við og ef það ræður við það að þá er það múlbundið í skuldaklafa næstu 40 árin eða svo þar sem verðtryggingin er ekkert annað en löglegur þjófnaður.

Mestu mistök íslenskrar stjórnmálasögu var þegar samtenging vísitalna var aftengd á þann hátt að launavísitalan var algjörlega aftengd en hinar vísitölurnar héldu áfram sinni samtengingu.  Eftir stóð heil kynslóð í djúpum skít!  Við lærum aldrei af reynslunni og því miður er sú kynslóð sem hefur verið að eignast sínar fyrstu íbúðir sl. 2 árin að lenda í því sama og fyrri kynslóð en vonandi á vægari nótum þó.

Það er engin spurning í mínum huga að fólk á ekki einu sinni að hugsa um húsnæðiskaup í því ástandi sem er í dag heldur frekar að leigja og leggja fyrir eins og það getur á meðan fasteignaverð er að lækka.  Það mun taka 1-2 ár þangað til að fasteignaverð verður mönnum bjóðandi aftur.

Ég er að leigja sjálfur og veit allt um að leiguverðið er líka fáránlega hátt en það er þó skárri kostur en að sitja uppi með fasteign sem á bara eftir að lækka í verði og vera kominn í skuldafangelsi bankanna sem eru verðtryggðu húsnæðislánin.

Í Guðanna bænum ekki taka verðtryggt lán!

Varðandi heilbrigðiskostnað... hvers vegna í fjandanum er ekki tannlækningar og augnlækningar borgaðar af ríkinu eins og önnur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta?


mbl.is Kreppir að fjárhag unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert dýrt að lifa á íslandi og íbúðaverð má bara hækka og ekki veitir af að styrkja Tannlækna og augnlækna enda eru þeir búnir að vera á skóla í 3 áratugi.Um að gera að hafa verðtryggingu svo að lántakandinn sleppi ekki að borga og stýrivextir mætu vera lágmark 20%

Mac (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Ég tek þessu sem kaldhæðni Mac,  enda ekki nokkur annar möguleiki fyrir hendi.

Stefán Helgi Kristinsson, 22.9.2008 kl. 21:01

3 identicon

Stebbi ég ætla að verða seðlabankastjóri hehehe.

Mac (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband