Rjúpan rembist enn við staurinn!

Hvað er að þessu liði eiginlega?  Hvað liggur eiginlega á bakvið baráttu þeirra fyrir því að Íslendingar greiði helst sem mest?  Ég held að það þurfi að setja sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir störf þeirra sem áttu að gæta hagsmuna Íslendinga vegna IceSave en virðast hugsa fyrst og fremst um útlendinga.

 Það má ekki gleyma því að þúsundir Íslendinga töpuðu stórum fjárhæðum í hruninu!


mbl.is Obbinn af Icesave-sparendum venjulegt almúgafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ætlast þessi holdgerfingur kommakerfisins til þess, að íslendingar borgi þó einhverjir bretar og hollendingar tapi fé.

magnússteinar (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur ég og við erum löngu búnir að fá nóg af þessum vinnubrögðum stjórnvalda

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 13:04

3 identicon

Það ætlar að verða erfitt fyrir treggáfaða íslendinga að ekki einn einasti íslendingur tapaði einni einustu krónu á innlánsreikningum íslensku bankanna. EKKI EINNI EINUSTU.!

Icesave var sparifjárreikningar sem íslensk stjórnvöld hafa gengist í ábyrgð fyrir, bæði núverandi og fyrrverandi.

Og þetta fólk sem lagði sparifé sitt inn á reikningana treysti íslendingum að þeir myndu standa við loforðin um ábyrgðina.

Að þið skulið ekki skammast ykkar fyrir ómerkingsháttinn er mér og fleirum heiðarlegum mönnum sem leggja virði í mannorð sitt, algjörlega óskiljanlegt.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óþolandi ástand.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband