Afnám frelsis í landinu!

Alveg er furðuleg forgangsröðunin hjá svokölluðum stjórnvöldum í landinu... það er ekkert gert fyrir fjölskyldur í landinu sem eru í miklum vandræðum en það finnst auðveldlega tími til þess að banna allan skapaðan hlut og skattleggja til andskotans!

Ég hef sjálfur aldrei farið á þessa nektarstaði en ég sé bara ekkert að því að leyfa fólki sem vill afklæðast fyrir annað fólk og dansa utaní súlu.

Kvenfrelsið á greinilega undir högg að sækja!


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú skulir meta frelsi svona mikils...finnst þér frelsi tæplega 300 þúsund ungra stúlkna ekki þess virði að reynt sé að stemma stigu við mansali með svona aðgerðum?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:18

2 identicon

Tek undir með þér Ingibjörg, finnst líka mjög merkilegt að einungis karlmenn séu búnir að blogga um þessa frétt og allir tala þeir um að verið sé að skerða frelsi kvenna með þessum aðgerðum! Það þarf að breyta viðhorfinu hérna... það er alveg ljóst....

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:27

3 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Já einmitt betra að setja þetta neðanjarðar þannig að það sé erfiðara að fylgjast með því !!! þvílík heimska......
Auk þess INGIBJÖRG að þessar 300 þús stelpur eru að STÆÐSTUM hluta í Asíu og austur Evrópu og þar þarf engann strippstað til að fela það...
Þeir selja þær fyrir framan lögreglu og þar sem lögreglan sjálf er að græða á því. 
Einhverjir 2 eða 3 túttubarir á Íslandi hafa akkúrat EKKERT að segja....

Kristvin Guðmundsson, 23.3.2010 kl. 15:29

4 identicon

Þetta eru ekki rök... þ.e. það er meira um þetta annarsstaðar, þessvegna skulum við leyfa þetta hér! Mér finnst þetta vera góð skilaboð til landans, það er ekki í lagi að líta á kvenlíkamann sem markaðsvöru sem hægt er að versla með.

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:44

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað kemur þrælasala þessu máli við?

Hefur einhver ykkar mætt á svona stað?  Og ef svo er, var þér boðinn þræll þar?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2010 kl. 15:47

6 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Ingibjörg,  frekar barnalegt komment... svona álíka að við björgum loftslagi jarðar með því að troða álverum út um allt land.

Hvar eru öll þessi mansalsmál í kringum þessa staði á Íslandi?  Ég veit ekki til þess að neinar sannanir hafi verið lagðar fram um að á þessum stöðum séu konur í ánauð og/eða séu að stunda vændi.

Hvers vegna ekki að herða bara eftirlitið með þessum stöðum?  Hefði það ekki alveg dugað?

Nei,  hér eru sjálfskipaðir siðferðispostullar á ferð sem nota fórnarlömb mansals sem skálkaskjól til að troða sínum siðferðisgildum yfir á annað fullorðið og sjálfráða fólk.

Stefán Helgi Kristinsson, 23.3.2010 kl. 15:49

7 identicon

Mér finnst þetta alveg merkilegt! Þetta er mýtan um hamingjusömu hóruna sem karlmenn draga fram í hvert skipti sem á að reyna að koma lögum yfir vændi eða nektardans. Ég hef ekki séð eina einustu nektardansstúlku koma fram og berjast fyrir rétti sínum til að dansa fyrir slefandi karlmenn!

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:55

8 identicon

Ég nefndi töluna 300 þúsund af því það er sú tala sem SÞ áætla að sé fjöldi þeirra fórnarlamba mansals sem eru í "umferð" í Evrópu...og Ísland er svo sannarlega partur af Evrópu. Allt í allt er áætlað, varlega áætlað NB, að 2,5 milljónir manna séu fórnarlömb mansals í heiminum á hverjum tíma. Vissulega er mikið af því fólki í Asíu og Kyrrahafslöndunum en eins og ég sagði, ca 300 þús í Evrópu, og 80% af þeim konur.

Annars nenni ég ekki að fara út í rifrildi um hvort mansal fyrirfinnist á þessum stöðum eða ekki, hef sennilega kynnt mér þau mál mun betur en þið hvort eð er.
Hins vegar eru svona staðir notaðir sem skjól fyrir skipulagða glæpastarfsemi af ýmsum toga (þ.á.m. mansal og vændi) og það er þess vegna sem yfirvöld vilja loka þeim og þrengja þannig að "starfsvettvangi" glæpamanna.

Annars geta Stefán Eiríksson og Haraldur Johannessen útskýrt það betur fyrir ykkur og eins það hvers vegna þeir telja að þótt starfsemin færist alveg neðanjarðar geti lögreglan mun betur beitt sér þar gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Mætið bara á næsta málfund um þessi málefni, þið verðið eflaust margs fróðari þá!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:14

9 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Margrét,  sem sagt þær sem hafa verið að dansa á nektarstöðunum eru sjálfkrafa hórur í þínum huga?

Ingibjörg,  ertu með sannanir fyrir þínum staðhæfingum?  Stefán og Haraldur eru eins og Geir og Grani í Spaugstofunni,  þessi lagasetning verður ekki til þess að gera starf þeirra auðveldara.

Hvers vegna mega konur og karlar ekki strippa á nektarstöðunum?  Flest ef ekki allt þetta fólk er þarna sjálfviljugt til þess að þéna pening.

Ætli maður kæri ekki næsta gæsapartý sem maður heyrir af,  þar eru nú heldur betur gæsirnar óðar í sjóðandi nakta karlmenn.

Stefán Helgi Kristinsson, 23.3.2010 kl. 16:38

10 identicon

Nei ég var ekki að segja það, heldur virðast karlmenn vera helstu málsvarar fyrir því að svona stöðum sé haldið opnum. Afhverju er það? Afhverju eru það ekki stúlkurnar sjálfar sem berjast fyrir því??? Karlmenn koma svo alltaf með þetta: "stelpurnar eru bara þarna af fúsum og frjálsum vilja og eru sjúklega hamingjusamar með það". Málið er bara að þetta er ekkert svona einfalt, ef það væri það væri miklu meira af venjulegum húsmæðrum í þessu djobbi, og eins væri fullt af karlmönnum að þessu, fyrst þetta er svona gaman!

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:49

11 identicon

Þar sem fólk er eru glæpir!

Getur einhver verið ósammála þessari fullyrðingu?

Með þessum rökum eigum við þá að banna fólk! Núkum allan heiminn, það er allaveganna það sem stjórnin er að gera við hagkerfi landsins með því að vera bara í því að banna auglýsingar, banna súlustaði, banna álver, banna orkufyrirtæki, banna þjónustufyrirtæki, banna einkarekinn sjúkrahús!

Ingvar (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:15

12 identicon

Bönnum stjórnmálamenn.

Friðrik (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:24

13 identicon

Nú verða margir glaðir,nú hverfur allt eftirlit.

 Væri ekki nær að hafa þetta leyfilegt og herða eftirlitið með þessum stöðum?

En nei, þessi bjánar á alþingi eru með allt á hreinu og banna þetta,halda þeir að með þessu hverfi vandamálið og það verði ekki strippklúbbar underground. VANVITAR!

Hulda M. I. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:58

14 identicon

Þarf ég að sanna mál mitt e-ð umfram opinber gögn t.d. frá SÞ, Interpol, Europol, Unicef, sem íslensk yfirvöld hafa til hliðsjónar sem og Palermó bókunin og sáttmáli Evrópuráðsins sem aðgerðir stjórnvalda byggjast á?

Ég bendi á að Aðgerðaráætlun stjórnvalda var undirrituð af ríkisstjórn Íslands 17. mars 2009 og þessi lagasetning er einungis einn liður í að framfylgja henni, þetta er rétt að byrja.

ÞÚ vilt kannski sanna þá fullyrðingu þína að "Flest ef ekki allt þetta fólk er þarna sjálfviljugt til þess að þéna pening." ? En þess utan, ef þú hefur kynnt þér ástæður þessarar lagasetningar almennilega, og lesa fyrra komment frá mér, þá er ekkert verið að ráðast gegn nekt og heldur ekki eingöngu gegn vændi og mansali, heldur gegn ALÞJÓÐLEGRI GLÆPASTARFSEMI sem vitað er að þrífst í skjóli svona staða, skv. gögnunum sem ég taldi upp hérna í upphafi.

Segjum þessu lokið kallinn minn, nenni ekki að reyna að rökræða við fólk sem þekkir ekki nógu vel til viðfangsefnisins!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 18:52

15 identicon

Þetta er bara enn eitt dæmið um vanhæfi þessara þigmanna sem standea að svona boðum og bönnum sem aldrei koma til með að virka.Nú hlýtur að vera næst á dagskránni að banna eldgosið.

málfríður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband