Asnalegt! Hver er svo kostnaðurinn?

Þetta er alveg skelfilega vitlaus hugmynd og greinilega alls ekki hugsuð til enda.  Var ekki bara hægt að nefna einhverjar nýjar götur eftir þessum konum í staðinn fyrir að breyta nöfnum á götuheitum sem eru fyrir löngu orðin partur af Reykvíkingum.  Ég segi nú bara fyrir mig að gömlu nöfnin verða áfram notuð í mínu höfði.

Svo er spurningin hvort reiknaður hefur verið út kostnaður vegna þessara breytinga,  borgin þarf að greiða fyrir ný götuskilti en hvað með þann kostnað sem felst í þessu fyrir einstaklinga og fyrirtæki ætlar borgin að borga þann kostnað?  Það hlýtur eiginlega að vera þar sem þetta eru algjörlega ónauðsynlegar breytingar!

Fyrirtæki sem lenda í þessu eiga að senda borginni reikning vegna endurgerðar og endurprentunar á bréfsefnum og öllu markaðsefni fyrirtækjanna.

Ég hélt að það væri kreppa en fyrst menn eru til í að henda milljónum í svona gæluverkefni að þá er nægur peningur til.  Hvernig væri að láta núlifandi kvenskörunga hjá  mæðrastyrksnefnd eða fjölskylduhjálp Íslands fá þessa peninga í staðinn fyrir að eyða þeim í þessa vitleysu?


mbl.is Minning kvenna heiðruð með götunöfnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Ekki gleyma GPS tækjunum og kortunum sem verða úrelt við þessar breytingar

The Critic, 18.12.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Nákvæmlega Critic... kostar ekki uppfærsla á svona GPS korti um 10-20 þúsund krónur fyrir einstakling?

Stefán Helgi Kristinsson, 18.12.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: The Critic

jú eitthvað um það

The Critic, 18.12.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband