Ólýðræðislegt!

Þegar kemur að stóriðju og orkumálum að þá skal allt keyrt í gegn með þvílíku offorsi að slíkt þekkist varla nema í verstu einræðisríkjum.  Hvernig væri nú að anda aðeins og sjá hvort að við viljum raunverulega rústa landinu svo að álkóngar geti talið fleiri peninga í kassanum sínum?  Ekki er íslenskur almenningur að bera eitthvað úr bítum í þessu öllu saman,  allur gróði fer beint úr landi!  Eftir sitjum við með landið í rúst og bullandi mínus - efast um að komandi kynslóðir eigi eftir að þakka þeim kynslóðum sem nú fara með völd fyrir þessa skelfingu sem þeir eru að þröngva uppá almenning.


mbl.is Íbúar fá ekki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólýðræðislegt?  kannski.

Skynsamleg ákvörðun? mjög svo.

Það er algjör skammsýni að setja svona í strengi í jörðina, Það kostar mun meiri pening að grafa þetta niður,  viðgerðir og almennur rekstur á strengjunum er bæði dýrari og tímafrekari ef þetta er í jörðinni,  og svo hvað ef jörðin frís og eyðileggur vírana?

Jóhannes H. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Viljum við hafa rafmagnslínur út um allar jarðir og skemma hið óviðjafnalegu náttúrufegurð sem Ísland býður uppá?  Ég segi nei!

Bíddu... eru ekki endalausar frost og vindskemmdir á línunum á hverju ári hvort sem er?  Allavega losnar við vindskemmdirnar ef þú ert með línurnar í jörðu.

Stefán Helgi Kristinsson, 22.9.2008 kl. 18:08

3 identicon

Eigum við þá ekki að hætta að byggja hús?, því það eyðileggur náttúrufegurðina.  Eigum við ekki að hætta að stækka Reykjavík og nágrenni? því það eyðileggur náttúrufegurðina í kringum svæðið.

Skemma þorp ekki hina óviðjafnalegu náttúrufegurð Íslands? Eigum við ekki bara að jafna öll mannvirki á Íslandi við jörðu, Sturta mold yfir og strá nokkrum grasfræjum og flytja til Danmerkur til að varðveita hina óviðjafnalegu náttúrufegurð sem Ísland bíður uppá?.

Þetta náttúruverndardæmi er alltof mikið notað á Ísland,  Ekki vissi ég að þessi landsvæði sem það er áætlað að þessar línur fari yfir væri þjóðgarður eða einhverjar náttúruperlur Íslands væru að finna þarna?

Er þetta ekki bara nákvæmlega það sama og þú finnur annarstaðar?,  Smá gras,  nokkra steina, mosa, mold og einn og einn foss?  svo kindur útum allt?

Og vindskemmdir á svona línum er ekki mikill, það eru frekar litlu línurnar sem verða fyrir einhverju tjóni af viti útaf veðrinu.

Jóhannes H. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Reyndar stendur til að eyðileggja flest allar náttúruperlurnar sem eftir eru á Reykjanessvæðinu í tengslum við þetta álver.

 Dæmi:

Trölladynga - http://www.natturukortid.is/svaedi/reykjanes/trolladyngja/

Brennisteinsfjöll - http://www.natturukortid.is/svaedi/reykjanes/brennisteinsfjoll/

Svo stendur jafnvel til að eyðileggja  Krísuvík

Stefán Helgi Kristinsson, 22.9.2008 kl. 19:58

5 identicon

Náttúruperlur á Reykjanessvæðinu?  Kanntu annan?  Hef búið hér alla tíð og meðal fólksins er hraunið og mosinn ekki að heilla né að skila einhverjum tekjum.  Maður fer með hundinn í hraunið til þess að skíta.  Eina "náttúruperlan" er Bláa Lónið og hún skilar tekjum.  Allt tal um hrikalega mengun vegna Álversins er þvættingur enda umhverfisverndaráróður á afturhaldi, það er ekki í tízku lengur að vera á móti þegar harðna tekur.  Álver í Helguvík er til heilla, það sér hver heilvita maður.  Ólýðræði er ekki hægt að tala um enda kaus blessað fólkið í Vogum þennan meirihluta til þess að taka ákvarðanir.  Sjáum Hafnarfjörð.  Þar settu menn  stækkun Straumsvíkur í íbúakostningu.  Sjáum hvernig það fór.  Ef kosið væri núna tækju menn ekki mark á umhverfisáróðri heldur kysu auknar tekjur og atvinnu.

Baldur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þá er ekkert að óttast, Baldur.

Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband