Ljósmyndasíðan mín

Fyrir rúmlega ári síðan,  nánar tiltekið í lok júlí 2007,  fékk ég mikinn áhuga á ljósmyndun.  Ekki man ég hvað kom til en fljótlega eftir að áhuginn kom að þá keypti ég mér mína fyrstu alvöru myndavél, Nikon D80,  og er ég enn að nota hana.  Ég keypti mér svo líka minni vél þegar ég fór út til Boston í apríl 2008,  þá varð Canon G9 fyrir valinu.  Þessar vélar báðar hafa reynst mér mjög vel og held ég áfram að nota þær eitthvað áfram,  þótt mig langi nú til þess að uppfæra úr Nikon D80 og uppí Nikon D90.

Í sumar 2008 stofnaði ég svo ljósmyndabloggið mitt þar sem ég reyni að hlaða inn einni mynd á hverjum degi.  Slóðin á hana er http://www.icelandphotoblog.com og verið þið velkomin að kíkja í heimsókn og skrifa inn athugasemdir við myndirnar.  Hef hana reyndar á ensku vegna þess að ég er í töluverðum samskiptum við erlenda ljósmyndara á ýmsum spjallborðum. :)

Læt þetta nægja í bili...


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband