Skv. Magnúsi Inga Erlingssonar, lögfræðings í Seðlabankanum er Icesave ekki byggt á neinni lagaheimild!
Þetta segir hann í grein sem birtist í Mogganum og RUV.is greinir frá því á sinni síðu svona:
"
Icesave-skuldbindingin byggir ekki á skýrri lagaheimild, hvorki innlendri né evrópskri. Þetta er skoðun Magnúsar Inga Erlingssonar, lögfræðings í Seðlabankanum. Það sé hafið yfir allan vafa að ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum eigi ekki við rök að styðjast.
Magnús Ingi skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir öll rök hníga að því að íslenska ríkið eigi ekki að veita ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Hann bendir á að við þegar lög um innstæðutryggingar hafi verið samþykkt hafi verið sérstaklega tekið fram í frumvarpinu að bankarnir væru ekki ríkisbankar og innstæðutryggingasjóðurinn skyldi vera sjálfstæður.
Þá liggi fyrir Alþingi að lögleiða breytingartilskipun frá Evrópusambandinu um sama efni - í því frumvarpi sé sérstaklega tekið fram að ekki sé verið að leggja til að þau lán sem tryggingasjóður taki njóti ríkisábyrgðar.
Magnús Ingi bendir einnig á að tryggingakerfið sé aðeins hannað til að mæta falli einnar fjármálastofnunar með því að bjarga öðrum fjármálastofnunum en ekki að bæta tjón allra innstæðueigenda. Ef tjóni sem hlýst af kerfishruni heils fjármálakerfis er velt yfir á þjóð setji það fjárhagslegt fullveldi hennar í hættu og risti nærri ýmsum stjórnarskrárbundnum ákvæðum. Svo viðamikil skuldbindin þarf því að byggjast á skýrri lagaheimild sem hún gerir ekki, hvort sem litið er til laga hér á landi eða Evrópulöggjafar, segir Magnús Ingi í grein sinni. Hann segir niðurstöðuna þá að það sé hafið yfir allan vafa að ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum sjálfseignastofnunar eigi ekki við rök að styðjast.Þá segir hann að vaxtakjörin í Icesave-samningnum séu líklega andstæð Evrópureglum. Loks bendir Magnús Ingi á að þjóðréttarleg staða Íslands hafi verið færð í búning einkaréttarlegs samnings og undir bresk lög - sem geri Bretum og Hollendingum kleift að útiloka íslensk lög og stjórnarskrá og fella gengisáhættu vegna samniganna á íslenska ríkið. Unnt sé að semja um þetta upp á nýtt og óhikað að fela dómstólum að fjalla um málið.
"
Það að samþykkja Icesave er svik við íslenska þjóð!
Önnur tillaga um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Verslunin mín Vörur sem eru með ljósmyndir sem ég hef tekið. Dæmi um vörur, músamottur, kort o.s.frv.
- Tónlistarsíðan mín Tónlistin mín
- Icelandphotoblog Ljósmyndabloggið mitt
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.