Allt að hrynja?

Þessi fjármálakrísa er svakalegasta krísa sem ég hef upplifað á minni ævi,  það virðist vera sama hvert maður leitar alls staðar eru bankar í vondum málum.  Hvað í ósköpunum gerðist eiginlega?  Jú, eflaust græðgi en þegar annar hver banki á vesturlöndum er í vandræðum eða er að fara yfir um að þá hefur eitthvað meira en lítið verið að.  Opinbert eftirlitskerfi hefur augljóslega brugðist og sennilega er það líka þess vegna sem ríkisstjórnir og seðlabankar eru fúsir til þess að aðstoða og jafnvel þjóðnýta banka í vandræðum.

Ég vona bara að fólk nái að þreyja þorrann á meðan þessar hörmungar ganga yfir en það verður vissulega ekki auðvelt fyrir íslenskan almenning þar sem hann fær að blæða aukalega vegna hálfvitaskaps stjórnmálamanna að reyna að halda í algjörlega ónýtan gjaldmiðil!

Við þá segji ég... blóð almennings er á ykkar höndum og þið ættuð að hafa vit á því að hundskast til þess að segja af ykkur og hleypa fagmönnum að til þess að reyna að takmarka skaðann sem þið hafið valdið.


mbl.is Fortis komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.

"Fagmenn" ?  Hvernig fagmenn þá ef ég má spyrja ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Ég held að allt sé betra en þeir vitleysingar sem nú ráða öllu!

Stefán Helgi Kristinsson, 30.9.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er Geir H Haarde rétti maðurinn á réttum stað. Hann er meðmastersgráðu í hagfræði.

Þú verður að gera betur en að segja bara svona út í loftið ef þú vilt láta taka þig alvarlega.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband