Frítt í strætó!

Að mínu mati ætti að vera frítt í strætó fyrir alla,  eða allavega að það kosti ekki meira en kannski 50kr hver ferð.  Þetta sparar útblástur og minnkar líka álag á gatnakerfi Reykjavíkur sem er orðið allt of mikið,  enda berum við Höfuðborgarbúar yfirleitt ekki mikið úr bítum þegar kemur að vegaframkvæmdum.
mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddný

Já kommon, ég ætlaði að sækja um þetta á netinu þá kom bara að ég gæti ekki fengið það út af því að ég er með lögheimilið í borgarnesi, bara wtf... ég gat fengið þetta síðustu önn, afhverju ekki núna :O

Oddný, 21.9.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Já Oddný,  þetta er bara alveg fáránlegt!  Hlýtur að vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárnar eða hvað?

Stefán Helgi Kristinsson, 21.9.2008 kl. 19:27

3 identicon

fínn sparnaður ,sé ekki ástæðu til að greiða nyður strætó fyrir fólk sem greiðir ekki gjöld í reykjavik.

steini (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:14

4 identicon

margir frh. skólanemar utan að landi eru enn með skráð lögheimili út á landi þar sem þau fá dreifbýlisstyrk.

Margir sem ég þekki og voru með mér í frh. skóla þurftu ekki að vinna því að þau fengu dreyfbýlisstyrk og bjuggu svo kannski bara hjá afa og ömmu eða öðrum ættingjum.

Persónulega finnst mér allt í lagi að þetta sé bara fyrir þá sem búaa á höfuðborgarsvæðinu, meina ekki fengum við styrk til að geta verið í frh. skóla.

Ég á heima í Garðabæ eina sveitarfélagið sem lætur borga fyrir kortin, og mér finnst það nú bara allt í lagi að borga 3100 kr fyrir heilan vetur af strætó. En finnst allgjört rugl að sveitarfélögin út á landi heimti þetta án þess að vilja láta neitt í staðinn.

HTH (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:51

5 identicon

HTH, þú færð ekki dreifbýlisstyrk ef þú ferð ekki í menntaskólann sem er þér næstur, um leið og þú velur þér framhaldsskóla sem er aðeins lengra frá heldur en annar þá missiru réttinn á dreifbýlisstyrknum... og sá styrkur fer ekki nálægt því að fara í leigu, mat og ferðir til og frá menntaskólanum, og þú færð heldur ekki styrk ef þú býrð um bara um 10 km frá menntaskólanum, þannig að margir utan að landi fá nú ekki þennan styrk. 3100kr er nú næstum ókeypis ef það kostar þig það fyrir heilan vetur... þetta er meir 30.000kr fyrir okkur utan að landi.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband