Er þetta ekki bara dæmigert dæmi um "skjóta fyrst og spyrja svo"? Þarna hafði lögreglan greinilega ekki nægar upplýsingar til þess að ráðast inná manninn og kalla hann barnaníðing.
Það er nú þekkt að ótrúlega há prósenta af föngum í USA eru líklegast saklausir, allt uppí 5% (100 þúsund manns. Það er líka þekkt að þeir sem eru dæmdir sekir af barnaníð lifa oftast fangelsisvistina ekki af í fangelsum USA.
"Löggæsluyfirvöld segja að þetta atvik sé víti til varnaðar og ráðleggja fólki að læsa þráðlausum internettenginum sínum með lykilorði."
Held að þeir ættu nú aðeins að líta í eigin barm fyrst að svona mistök eru að gerast oft hjá þeim!
Vonandi mun maðurinn geta lifað eðlilegu lífi eftir þessi "mistök" hjá lögreglunni en það að vera ranglega sakaður um barnaníð er í raun mannorðsmorð og oft verða þessir menn "outcast" í samfélaginu þótt viðkomandi hafi alltaf verið saklaus!
Svo má spyrja um ef maðurinn og konan eiga börn, ætli verði skemmtilegt fyrir börnin þeirra að mæta í skólann!?
Lögreglan verður að hafa "skotheld" gögn áður en þeir grípa til svona harðra aðgerða!
![]() |
Sakaður um að dreifa barnaklámi vegna ólæstrar nettengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Verslunin mín Vörur sem eru með ljósmyndir sem ég hef tekið. Dæmi um vörur, músamottur, kort o.s.frv.
- Tónlistarsíðan mín Tónlistin mín
- Icelandphotoblog Ljósmyndabloggið mitt
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
váááá farðu ekki að grenja
karl (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 14:06
Mjög þroskað svar karl. :)
Stefán Helgi Kristinsson, 26.4.2011 kl. 14:59
Er ekki sönnunin næg hjá lögreglunni til að fylgja því á eftir, allar vísbendingar benda á að umferðin hafi farið í gegnum einn sérstakann beinni sem einstaklingur hafi ekki læst.
Þetta er eins og að vera handtekinn fyrir að það sé smyglað í gegnum búðina þína þegar þú nennir ekki að læsa henni þegar þú ferð heim á daginn.
Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er oft á tíðum mjög auðvelt að komast inn á beina hjá fólki, sérstaklega ef það breytir ekki grunn lykilorðunum.
Persónulega sé ég ekkert að verkreglum lögreglunnar í þessum málum, fylgdu vísbendingu eftir, rannsökuðu og það endaði með að þeir handtóku annan einstakling.
Daníel Pétursson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:24
Daníel, tölvudeild lögreglunnar í USA hefði nú átt að geta sagt sér það að þetta væri skot í myrkri. Ip-tölur og gagnaflutningur um beini (router) eru engin sönnunargögn, enda er ómögulegt að nota eingöngu slíkar vísbendingar til þess að sakfella einstaklinga fyrir tölvuglæpi.
Hvað ef þessi maður hefði læst beininum en afbrotamaðurinn hefði hakkað sig inní beininn, hefði þessi maður þá ekki átt á hættu að vera settur í fangelsi vegna glæps annars manns? Þ.e. hann hefði í raun staðið verr að vígi gagnvart yfirvöldum ef hann hefði haft lykilorð á beininum.
Stefán Helgi Kristinsson, 26.4.2011 kl. 16:29
Ef lögreglan sér að ákveðið IP er að hlaða niður barnaklámi, þá bregst hún auðvitað við því, og eins og stendur þá hafa rannsóknirnar sem fylgja - þegar þeir hafa beinana og tölvurnar í höndunum - leitt til handtöku sönnu sökudólgana.
Auðvitað áttu svo að læsa aðganginum að internetinu þínu, nema þú viljir bjóða öllum sem búa nálægt þér upp á frítt samband... og næði til að hlaða niður efni eins og barnaklámi.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 17:13
Brynjar, já og einnig saklausra einstaklinga. Málið er að IP-tala er sjaldnast föst og því enn erfiðara um vik að bendla ákveðna einstaklinga við ákveðna IP-tölu.
Ég var svo að benda á það að ef maðurinn hefði verið með beininn sinn læstan að þá hefði ef til vill verið erfiðara fyrir hann að sýna fram á sakleysi sitt - lögreglan mætti til leiks í drápshug!
Hakkarar geta auðveldlega brotist inní læstan beini.
Stefán Helgi Kristinsson, 26.4.2011 kl. 17:23
Þó IP talan sé breytileg þá eru haldnar skrár um það hver fæ úthlutað hvaða IP tölu á hverjum tíma. Það er svo eitt af því sem mannréttindasamtök í Ameríkunni hafa verið að berjast gegn að sífellt er verið að krefjast þess að þjónustuveitendur geymi þessi gögn í lengri tíma.
Karl J. (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.