Skömm bæjarbúa er mikil!

Greinilegt að Hveragerði á við mikil eineltisvandamál að stríða bæði í grunnskólanum sem og hjá bæjarbúum sjálfum,  þ.e. fullorðna fólkinu!

Vil benda öllum á að baráttan gegn eineltinu þarna sem og annars staðar í landinu er háð á eftirfarandi facebook síðu!

Ég vil hvetja allt vel meinandi fólk að safnast þangað og styðja baráttuna,  að auki er um að gera fyrir þá sem hafa lent í einelti að deila þeirri reynslu á síðunni.  Það er hægt að senda reynslusögurnar nafnlaust til stjórnenda síðunnar.


mbl.is Loka síðu um einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er ekki rétt að girða Hveragerði af og klippa á öll samskipti plássins við umheiminn fyrst ekki má tala um aumingjaskapinn í þeim sem þar eru, varðandi úrlausn vandamála?

corvus corax, 11.3.2011 kl. 11:38

2 identicon

Það er greinilega eitthvað mikið að í þessum skóla, jafnvel bæjarfélaginu öllu. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa, en miðað við það sem sést hefur á viðbrögðunum við þessu... að hvað á maður að halda.

Maður var nánast orðlaus eftir að lesa bréfið frá formanni foreldraráðs skólans en hann "klæjaði í fingurna" að eigin sögn að skrifa um það í blöðin hvernig heimilisaðstæður væru hjá fórnarlambi eineltisins. Hann semsagt klæjaði í fingurna að halda áfram eineltinu og dreyfa kjaftasögum um foreldra og fjölskyldu drengsins sem lent hefur í þessu andlega og líkamlega ofbeldi og einelti sem hefur orðið til þess að hann hefur ekki þorað í skólann í mánuð.

Manni býður við að heyra þetta.. hvað eru skólayfirvöld að gera til hjálpar fórnarlömbum eineltis í þessari "menntastofnun" ?

Það var gott dæmi um að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Formaður foreldraráðsins takk fyrir.

Þetta hafa þau frá foreldrunum, baktal og baknag og kjaftasögur um aðra í bænum, sem er rætt á heimilinu og meðal vina og það skilar sér svona. Þetta er útkoman.

Og nú þetta. Í stað þess að nota tækifærið og taka á þessum málum. Fjarlægja gerendurna úr skólanum til að vernda þá sem orðið hafa fyrir einelti og verða enn að þá er farið út í svona .... ja hvað er hægt að kalla svona?!

Stjórnendur þessa skóla eru ekki hæfir til þessa starfa.

Það er eitthvað rotið í þessum skóla (bæjarfélagi?) sem þolir illa að koma í ljós..

Einar (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 11:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt alveg og eiga forsvarsmennirnir að komast upp með svona atferli?  Hvar er mannréttindaráð eða félagsmálayfirvöld, eða hvað það nú er sem á að gæta mannréttinda litla mannsins?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 11:58

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

"Drepum sendiboðann!"

Jón Ragnarsson, 11.3.2011 kl. 11:59

5 identicon

þetta er til skammar

RAGNAR (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 12:55

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er voðalegt "Hillbillies" samfélag þarna í Hveragerði. Maður á alltaf von á því að þarna birtist tannlaus og vangefinn drengur spilandi á mandólín þegar maður á leið þarna um. En hann er líklega geymdur í búri inn í Eden.

Guðmundur Pétursson, 11.3.2011 kl. 13:30

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver óttast Hells engels?

 Ég óttast grunnskóla-mennta-mafíu-englana og þyki líklega rugluð fyrir það?

 Meti hver fyrir sig út frá sinni réttlætis-sannfæringu og reynslu! Hver og einn er ábyrgur fyrir sinni réttlætis-sannfæringu og samskiptum sínum við aðra í samfélaginu, óháð stöðu eða lífs-skoðunum!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband