Stopp!

Við höfum ekkert að gera fyrir fleiri virkjanir,  sérstaklega ekki þegar staða orkufyrirtækjanna er mjög bágborinn og þolir ekki nein áföll.  Orkufyrirtækin myndu þurfa að slá lán og þau eru mjög óhagkvæm í dag.  Eftir Kárahnjúkaskandalinn ætti engin þingmaður að detta í hug að mæla fyrir nýrri virkjun án nákvæmrar fjárhagsúttektar og verðmati á því landsvæði sem eyðileggst vegna framkvæmda af þessu tagi.  Það er alveg ótrúlegt að verðmiðinn á Kárahnjúkasvæðinu var NÚLL!

 

Nú þurfum við að spara og ná okkur upp úr þeim öldudal sem stjórnvöld, þingmenn og bankamenn hafa komið okkur í - við gerum það ekki með því að fara í lúxusverkefni á borð við það sem Ólöf Nordal er að tala fyrir.

 

Hversu mörg störf hefðum við getað skapað fyrir þessa 100 milljarða (ef ekki meira) sem ríkið dældi í Kárahnjúkaverkefnið?  Störf í álveri eru einhver óhagkvæmustu störf sem hægt er að skapa fyrir utan það að við höfum EKKERT að gera við fleiri álver!  Höfum við ekkert lært af reynslunni að það boðar aldrei gott að setja öll eggin í sömu körfu?  Saga Íslendinga hefur ætíð verið sú að einmitt setja eggin í sömu körfu og svo fellur karfan og öll eggin brotna,  gerum ekki sömu mistök núna!


mbl.is Alþingi samþykki að farið sé af stað í neðri Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband