Hverslags rugl er nú þetta?

Ég er alveg hættur að skilja þetta kerfi hérna á Íslandi...  það að konan deyr hálfri klukkustund síðar veldur því að sonur mannsins situr eftir með ekki neitt.  Ég bara skil þetta ekki!


mbl.is Fær ekki dánarbætur vegna slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að erfingjar konunnar sjái sóma sinn í því að deila arfinum með syni mannsins.

Karl 

Karl (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:50

2 identicon

Það er kannski ekki alveg svoleiðis því hann er náttúrulega lögerfingi eftir þau bæði.

Nonni (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:51

3 identicon

Nei ég biðst afsökunar. Beit það einhvern veginn í mig að konan væri móðir drengsins.

Nonni (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:53

4 identicon

Þetta hefur reyndar ekkert með kerfið að gera. Þar sem þau voru sambúðarfólk þá fær hún dánarbæturnar þar sem hún lifir mann sinn. En hún deyr svo 30 min . síðarsem þýðir að dánabæturnar renna í dánarbúið hennar. Hefði hún dáið á undan manninum hefði sonur mannsins fengið dánarbæturnar.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:06

5 identicon

Tvær áréttingar:

Karl: Hér er deilt um dánarbætur frá tryggingafélagi, ekki arf. Það er tvennt mjög ólíkt.

Nonni: Í fréttinni kemur fram að hinn látni og konan hafi verið í óvígðri sambúð. Þ.a.l. er konan ekki lögerfingi, heldur aðeins barn/börn hins látna.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:06

6 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Þetta er ekkert nema skammarlegt.  Þau látast bæði í hörmulegu slysi. Sama slysinu! Eiga nú að verða til deilur um hverjum blæddi fyrr út eftir hina og þessa veltu uppi á heiði?

Hann deyr í slysinu og hefur keypt sér dánartryggingu.  Hún heldur lífi þar til að drukknun kemur sökum slyssins,  og það  er fáránlegt að telja drukknunina sem aðskilda dánarorsök og tilnefna hana meintan tryggingabótaþega mannsins hennar síðasta hálftíma.  Skammarlegt að svona rugl komi frá Hæstarétti landsins.

Ég vona bara að sonur mannsins geti búist við aðstoð frá þeim sem svo fengu trygginguna útgreidda.

En var þetta manneskja eða tölva eða antikristur sem lagði fram þessa hugmynd hjá TM? 

Líf og dauði eru kannski bara jafnstór excel skjöl hjá þeim.

"Fyrst klessti bíllinn á, svo valt hann, svo lenti hann og svo fór hann aðra veltu og svo lenti hann aftur.... þannig að þarna eru komnar fimm aðskildar dánarorsakir fólksins í slysinu...."

Er þetta ekki jafn vitlaust og að kalla andlát við árekstur báts og drukknunina þegar báturinn sekkur sökum ákeyrslunnar, aðskilda atburði?

Þvílíkt kjaftæði.

Haukur Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 18:55

7 identicon

Þetta hefur ekkert með TM að gera. Það að manneskjurnar deyja í sama slysinu kemur þessu heldur ekkert við. Það sem skiptir máli er að maðurinn deyr á undan og þar með renna dánarbæturnar til konunar burtséð frá því að þau létust í sama slysinu. Svona er löggjöfinn og hún er ekki alltaf sanngjörn þar sem löggjafinn getur ekki séð til um öll þau atvik sem geta komið upp.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 19:06

8 identicon

Virkilega sorglegt mál. Eiga þá börn konunnar að fá dánarbætur eftir móður sína og líka sambýlis mann hennar en sonur hans ekkert!!! Finnst þetta ekki sanngjarnt þrátt fyrir að löggjöfin sé svona.

Fjóla (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 19:53

9 identicon

Maður vissi sosem að hæstiréttur væri ekki gallalaus,en fyrr má nú rota en dauðrota,,,sitthvort slysið?????Þvílíkt bull

safado (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 19:55

10 identicon

Kemur hvergi fram að uppkominn börn konunnar hafi fengið dánarbætur hennar líka. Þetta hefur ekkert með slysið að gera. Það er hvenær fólkið deyr. Það var þannig að erfingjar konunnar og mannsins greindu á um hver ætti að fá dánabæturnar. Hæstiréttur dæmir eftir vátryggingasamningnum og þeim skilmálum sem í honum voru, þ.e. ef maðurinn deyr þá fær sambýlismaki hans dánarbæturnar í þessu tilviki konan. Skiptir engu máli hvort hún deyji 5 mín. síðar eða áratugum. Kerfið er ekki gallalaust og ekki er hægt að sjá öll atvik fyrir og þar með geta dómar ekki alltaf verið sanngjarnir þó þeir séu "réttir".

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 20:06

11 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Eins og ég skil þessa frétt, þá deila erfingjar konunnar og erfingi mannsins (sonurinn) um þessar bætur. Ekki er um það deilt að tryggingafélaginu beri að greiða. Samkvæmt dómnum fær sonurinn ekkert, en erfingjar konunnar allt.

Það virðist vera í þessu máli eins og í svo mörgum málum, að ef einhversstaðar glittir í aur, þá upphefjast deilur.

En ég get ekki skilið hvernig fólk fær af sér að deila um svona lagað.

Sveinn Elías Hansson, 18.2.2010 kl. 20:35

12 identicon

Sæl öll

ég hef lennt í svona deilum, þær eru ekki skemmtilegar og helst grátlegar. Við vitum ekki t.d. hvort að börn konunar séu auðug né að sonur hins látna sé þess færugur að sjá um (skuldir eða vexti föður síns) . En það sem ég velti fyrir mér er. Hvað fær ástmenni til að rífa í sundur tengsl sín í réttarkerfinu um arf / bætur síns næstkomandi.En Það sem þið ættuð að spurja ykkur er hvað fær fólk til að berjast um peninga hinna látnu?.

Eiríkur Örn (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 02:45

13 identicon

Skuldir erfast ekki. Þannig að þær koma drengnum ekkert við.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 12:44

14 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

í banaslysi sem varð í Viðeyjarsundi þá deyr par í óvígðri sambúð.  Hann hafði gengið þannig frá málum að ef hann létist á undan, þá var henni tryggð ákveðin framfærsla með hans líftryggingu.   Nú vill svo til að þau deyja bæði í þessu hörmulega slysi.   Það er ekki neinum vafa undirorpið að hún notar ekki hans tryggingabætur til að framfleyta sér þar sem hún deyr í SAMA SJÓSLYSINU  en samkvæmt fréttinni þar sem vitnað er í dóminn segir

  "Því verði talið, að tveir aðskildir atburðir hefðu valdið því að maðurinn og konan létust og konan væri því rétthafi dánarbóta eftir manninn."  

Hann dó í sjóslysinu og hún dó vegna sama sjóslys, en hæstiréttur telur þetta tvo óskylda atburði.

 Er þetta ekki ein afleiðing þess að dómarar eru handplokkaðir af stjórnmálamönnum, og skyldi það ekki vera  fleira sem þarf að skipta út í þessu landi.    Mér þykir bara mesta furða að dómstólar þessa lands skuli yfirleitt hafa nokkurt traust meðal þjóðarinnar

sjá blogg:  http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/1020414/?preview=1

Kristinn Sigurjónsson, 19.2.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband