Er þetta ekki bara dæmigert dæmi um "skjóta fyrst og spyrja svo"? Þarna hafði lögreglan greinilega ekki nægar upplýsingar til þess að ráðast inná manninn og kalla hann barnaníðing.
Það er nú þekkt að ótrúlega há prósenta af föngum í USA eru líklegast saklausir, allt uppí 5% (100 þúsund manns. Það er líka þekkt að þeir sem eru dæmdir sekir af barnaníð lifa oftast fangelsisvistina ekki af í fangelsum USA.
"Löggæsluyfirvöld segja að þetta atvik sé víti til varnaðar og ráðleggja fólki að læsa þráðlausum internettenginum sínum með lykilorði."
Held að þeir ættu nú aðeins að líta í eigin barm fyrst að svona mistök eru að gerast oft hjá þeim!
Vonandi mun maðurinn geta lifað eðlilegu lífi eftir þessi "mistök" hjá lögreglunni en það að vera ranglega sakaður um barnaníð er í raun mannorðsmorð og oft verða þessir menn "outcast" í samfélaginu þótt viðkomandi hafi alltaf verið saklaus!
Svo má spyrja um ef maðurinn og konan eiga börn, ætli verði skemmtilegt fyrir börnin þeirra að mæta í skólann!?
Lögreglan verður að hafa "skotheld" gögn áður en þeir grípa til svona harðra aðgerða!
Sakaður um að dreifa barnaklámi vegna ólæstrar nettengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.4.2011 | 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vísað úr Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2011 | 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta ekki annars markmiðið hjá stjórnmálamönnum? Þeir vilja virkja og virkja og virkja... það endar auðvitað með því að við verðum búin að rústa öllum náttúruperlum okkar sem þýðir að ferðamannastraumurinn verður núll. Hvaða ferðamaður haldið þið að hafi áhuga á að sjá eintómar stíflur og álver?
Hvers vegna í ósköpunum erum við síðan að fara út í stórfelldar jarðvarmavirkjanir þegar 90% af orkunni fer bara útí loftið og til spillis? Væri ekki ráð að þróa í það minnsta betri tækni sem nýtir orkuna betur og nota þær virkjanir sem nú þegar eru til staðar til prófanna?
Katrín talar um 700 megawött... hver á að njóta góðs af því, ekki verður það almenningur í landinu það er bókað! Nei, það verða einhverjir álverskóngar sem fá þessa orku alveg bókað gefins miðað við árangur yfirvalda í samningum hingað til!
Þessar framkvæmdir eiga allar að fara í salt á meðan við erum að vinna okkur út úr kreppunni sem meðal annars risaframkvæmdirnar á Kárahnjúkum áttu sinn þátt í!
Deilt um megavött á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.4.2011 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hversu mörg slys þurfa að verða á þessum vegi til þess að Vegagerðin og yfirvöld hunskist til þess að bæta úr málum!?
Þessi vegur er bara djók miðað við hversu mikil umferð fer um hann á hverjum degi, svo má líka laga afleggjarann að Bláa lóninu en hann er einnig stórhættulegur.
Bílvelta við Bláa lónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.4.2011 | 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Væri ekki ráð að sína jafnrétti í verki með því að fara í rannsóknir á tíðni á ofbeldi þar sem konan er gerandinn. Tölfræðin hér á landi er verulega skökk þar sem inní hana vantar heilan hóp fórnarlamba kynferðisofbeldis, þ.e. stráka/karla. Erlendis hafa rannsóknir sýnt að karlar séu fórnarlömb í 30-40% tilvika kynferðis- og/eða heimilisofbeldis. Þjóðsagan um að yfir 90% karla séu gerendur er löngu afsönnuð erlendis en virðist enn vera uppi á Íslandi í dag.
Svo legg ég til að við hættum að tala um þetta sem "kynbundið" ofbeldi því það er bara ekki rétt!
Leggja til aðgerðir gegn ofbeldi á konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.4.2011 | 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki skrítið að illa sé komið fyrir Reykjanesbæ þegar svona fífl ræður ríkjum þar. Það sér það hver heilvita maður að 40 milljónir í leigutekjur af orkuauðlindinni er ekki neitt!
Ef við myndum bæta einu núlli við að þá væri kannski hægt að tala um ríkulegt eða réttara sagt sanngjarnara auðlindagjald en nú er.
Semji beint við HS orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.4.2011 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vill hefja söfnun fyrir Japana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.3.2011 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Greinilegt að Hveragerði á við mikil eineltisvandamál að stríða bæði í grunnskólanum sem og hjá bæjarbúum sjálfum, þ.e. fullorðna fólkinu!
Vil benda öllum á að baráttan gegn eineltinu þarna sem og annars staðar í landinu er háð á eftirfarandi facebook síðu!
Ég vil hvetja allt vel meinandi fólk að safnast þangað og styðja baráttuna, að auki er um að gera fyrir þá sem hafa lent í einelti að deila þeirri reynslu á síðunni. Það er hægt að senda reynslusögurnar nafnlaust til stjórnenda síðunnar.
Loka síðu um einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.3.2011 | 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Greinin endar á "Eins og fyrri ár eru langflestir ofbeldismennirnir karlar, eða rúmlega 91%. Fæst af þeim málum sem til umræðu eru hjá Stígamótum eru kærð, eða einungis 11,4%."
Það væri alveg hægt að segja að eins og fyrri ár sé tölfræðin skekkt þar sem það vantar algjörlega inn að strákar/karlar verða einnig fyrir kynferðisofbeldi (af völdum karla og kvenna) og í miklu meiri mæli en hingað til hefur verið viðurkennt. Einnig verða stúlkur/konur fyrir kynferðisofbeldi af hendi kvenna.
Könnun í Bandaríkjunum sýnir að 1 af hverjum 6 strákum verður fyrir kynferðisofbeldi en 1 af hverjum 4 stúlkum. Það er nokkuð ljóst að kynferðisofbeldi gagnvart strákum/körlum er enn vel falið vandamál á Íslandi í dag.
Skv. rannsóknum eru konur að minnsta kosti 25% af þeim sem fremja kynferðisbrot. Sjá hér
Bæði kyn verða fyrir heimilisofbeldi og nauðgunum... það er jafnskelfilegt hvort sem fórnarlambið er karl eða kona. Það er því verulega hæpið að kalla þetta kynbundið ofbeldi!
Við skulum fá allan sannleikann uppá borðið en ekki vera með áróður þar sem einungis önnur hlið mála er tekin sem heilögum sannleik. Það er komið nóg af því!
Flest brot framin á ungu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.3.2011 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig væri nú að þið þarna í þessu Velferðarráðuneyti farið aðeins að tengjast inní raunveruleikann og hvernig hinn almenni Íslendingur lifir.
Það er bara hlálegt og í raun arfaheimskulegt hjá ykkur að gagnrýna könnun Neytendasamtakanna þegar þið getið ekki einu sinni komið með tölur sem eru raunverulegar heldur bara til í einhverju fantasíulandi. Tölur Neytendasamtakanna er mun nær því sem fólk er raunverulega að borga í leigu.
Hvernig væri nú að þið farið eftir niðurlagi skýrslu Neytendasamtakanna og farið að gera alvöru rannsóknir á leigumarkaðnum? Leigumarkaður er reyndar mismæli þar sem réttara væri að kalla þennan markað "Villta vestrið"!
Það þarf að fara að gera almennilega umgjörð utan um leigumarkaðinn og helst að skilgreina hvað telst eðlilegt leiguverð. Svo má endinlega leyfa Íbúðalánasjóði að leigja út þær íbúðir sem sjóðurinn situr nú uppi með og grottna niður auðar.
Könnun á leiguverði umdeilanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.3.2011 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Verslunin mín Vörur sem eru með ljósmyndir sem ég hef tekið. Dæmi um vörur, músamottur, kort o.s.frv.
- Tónlistarsíðan mín Tónlistin mín
- Icelandphotoblog Ljósmyndabloggið mitt
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar