Fáránlegir dómar á Íslandi!

Hér er maður dæmdur í 4 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu og meðferð fíkniefnis sem er minna hættulegt en lögleg fíkniefni eins og tóbak og áfengi sem ríkið selur í stórum stíl.  Lögleiðing eða ekki er hins vegar ekki það sem brennur á mér varðandi þessa frétt.

Það sem brennur á mér er að þessi maður er dæmdur í fangelsi á meðan dómari komst að þeirri niðurstöðu nýlega að engin af 6-8 stúlkum sem rændu og börðu kynsystur sína hrottalega í Heiðmörk þyrfti að sæta refsingu fyrir.  Þar var þó um að ræða mannrán og hrottalega líkamsárás sem að mínu mati gæti með réttu fallið undir tilraun til manndráps.

Það er eitthvað verulega mikið að þessu samfélagi og öllum kerfum þess!

Er eitthvað skrítið að fleiri og fleiri hugsi sér að flytja af landi brott þegar réttlætiskennd almennings í landinu er nauðgað hvað eftir annað?


mbl.is Fjórir mánuðir fyrir meðferð kannabisefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Góður samanburður.  Þetta er ótrúlega undarlegt kerfi.

Haukur Sigurðsson, 17.12.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sammála. Þar að auki hafði efnunum verið skipt út þ.a. hann tók á móti löglegum efnum. Dómstólarnir dæma eftir geðþótta .

Skemmtileg síða sem sýnir skaðsemi mismunandi fíikniefna:

http://www.informationisbeautiful.net/category/drugs/

Góðar stundir

Árni Þór Björnsson, 18.12.2009 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband