Fölsk tölfræði!

Það vekur upp ýmsar spurningar þegar ráðherra segir að tölfræðilegar upplýsingar liggi fyrir þegar hann ætti að vita betur.  Því sú tölfræði sem stuðst er við á Íslandi í dag er sennilegast kolröng og vantar inn stóran hóp sem er enn falinn!  Hvaða hópur skyldi það nú vera?  Jú,  það eru piltar og karlar sem verða fyrir kynferðisofbeldi bæði af hálfu annarra karla en ekki síður af hálfu kvenfólks.

Kynferðisofbeldi gagnvart körlum er ennþá mjög falið vandamál og er athyglisvert að þótt að Stöð2  hafi verið með frétt um daginn um þessi mál að nákvæmlega engin umræða hefur átt sér stað um þessi mál eftir það.

Sumir vilja greinilega halda í þá "staðalímynd" að konur séu ætíð fórnarlömb og karlar gerendur!


mbl.is Skoðar meðferð kynferðisbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þú segir hér gerir lítið annað en að styðja það sem ráðherra segir í þessari frétt, þ.e. að einungis örlítill hluti kynferðisbrotamála komist upp, hvað þá sé kærður, hvað þá gangi í gegnum dómskerfið og endi með dómi.

Í þessari frétt er ekki að sjá að þarna sé gerður sé nokkur greinarmunur á þolendum kynferðisofbeldis, hvort um sé að ræða konur eða karla. 

Arndís (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Arndís,  við vitum fullvel hvernig svokallaður "jafnréttisflokkur" VG hugsar.  Stefna hans í þessum málum er ósköp einföld:  Kona = Fórnarlamb,  Karl = Skrímsli.

Það sem er mikilvægast í þessum málum er að fá rétta tölfræði á borðið svo hægt sé að vinna á einhverjum vitrænum grunni.

Stefán Helgi Kristinsson, 10.10.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband