Stjórnarskrábrot?

Í stjórnarskránni stendur (71 grein):

 

"Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns."

 

Var dómsúrskurður fyrir þessu eða sérstök lagaheimild?


mbl.is Vilja forða nemendum frá fíkniefnaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

"Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.

Þarna var ekki gerð líkamsrannsókn eða leit á fólki, né leit í húsakynnum þessar einstaklina eða munum, svo ég myndi telja að þetta hafi ekki verið stjórnarskrárbrot.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.2.2010 kl. 20:00

2 identicon

Jú, reyndar.  Þarna er verið að gera leit í húsakynnum tiltekinna einstaklinga, þ.e. nemenda skólans.  Skólinn er vinnustaður þeirra og stór hluti einkalífs nemendanna fer fram þar.  Þá eru persónulegir munir nemenda innandyra í skólanum s.s. skólatöskur, yfirhafnir og fleira en leit með fíkniefnahundum nær til þessara muna.  Því er ruðst inn á friðhelgt einkalíf nemendanna og brotið gegn þeim.  Leitin hefði að sjálfsögðu verið lögleg ef dómsúrskurður hefði legið fyrir en þá hefði væntanlega þurft eitthvert tilefni.  Það hefur trúlega skort í þessu tilviki og því hefur verið ákveðið að gera þenna án dóms og laga.  Þar með er brotið gegn öllum þeim sem lifa einkalífi sínu innan veggja skólans.

Ójú (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Þarna er verið að gera leit í húsakynnum tiltekinna einstaklinga, þ.e. nemenda skólans.

Nemendurnir þrátt fyrir þeirra viðveru þarna hafa engin réttindi til að neita lögreglu eða öðrum að ganga um þessi húsakynni, það er alfarið á umsjónarmönnum skólans að taka.

Skólinn er vinnustaður þeirra og stór hluti einkalífs nemendanna fer fram þar.

Breytir því ekki að nemendur geta ekki neitað umráðamönnum skóla, lögreglu eða öðrum um aðgerðir sem eru framkvæmdar þar í samþykki skólans.

 Þá eru persónulegir munir nemenda innandyra í skólanum s.s. skólatöskur, yfirhafnir og fleira en leit með fíkniefnahundum nær til þessara muna.

Þrátt fyrir að hundurinn nái til þessar muna þá er það ekki ólöglegt, ef lögreglan vill fá að leita í tösku þessar nemenda þá þurfa þeir annað hvort samþykki eiganda(nemanda) eða eins og þú segir dómsúrskurð, samkvæmt frétt þá var hvergi leitað á nemendum án þeirra samþykkis og því er þessi aðgerð ekki ólögleg.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.2.2010 kl. 22:17

4 identicon

Umsjónarmenn skólans hafa reyndar ekki algjört vald um þetta.  Nemendurnir hafa afnot af tilteknum húsakynnum í skólanum og eiga réttindi í samræmi við það.  Ekki ólíkt því þegar 18 ára drengur býr á heimili foreldra sinna - þá geta foreldrarnir ekki heimilað leit á öllu heimilinu.  Lögreglan má ekki leita í herbergi drengsins nema með hans leyfi eða samkvæmt dómsúrskurði.  Menn geta því átt rétt á vernd einkalífs þótt þeir séu innan veggja húsnæðis sem aðrir eiga og ráða yfir.

Það vekur sérstaka athygli mína að þessar aðgerðir séu taldar réttlætanlegar.  Flestir nemenda skólans eru börn.  Var barnaverndarnefndum tilkynnt um aðgerðirnar fyrirfram og þeim boðið að vera viðstöddum?  Af hverju var ekki farið fram á dómsúrskurð?  Nægur tími var til slíks enda þarf svona stór aðgerð hvort sem er þónokkurn aðdraganda og undirbúning.  Getur verið að tilefnið hafi skort?

Hvað kostar svona lögregluaðgerð?  Jú, sennilega hundruð þúsunda.  Tugir barna voru svipt frelsi um stund með því að þeim var bannað að yfirgefa skólann þótt skólayfirvöld hefðu einhliða lagt niður starfsemi hans.   

Hefði þessum fjármunum verið betur varið til þess að eltast við afbrotamenn?  Ég veit það ekki.  Það er sjálfsagt smekksatriði hvort verja eigi fjármunum almennings í baráttu við glæpamenn eða hvort betur henti að stofna til ofsókna gegn æsku landsins almennt með lögregluaðgerðum sem beinast að ungu fólki sem hóp burtséð frá því hvort það hefur brotið af sér eða ekki.  

Við viljum búa í samfélagi þar sem glæpamenn mega alltaf búast við aðgerðum lögreglunnar gegn þeim.  Við viljum hins vegar ekki að börnin sem sækja menntastofnanir okkar eigi sífellt á hættu að stofnað verði til lögregluaðgerða með þeim.  Þar með er fjármunum almennings sólundað í tilgangsleysi meðan glæpamennirnir ganga lausir vegna þess að löggæslupeningarnir fóru í að ofsækja skólabörn. 

Ójú (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:15

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Tugir barna voru svipt frelsi um stund með því að þeim var bannað að yfirgefa skólann þótt skólayfirvöld hefðu einhliða lagt niður starfsemi hans

Samkvæmt frétt þá var engum bannað að yfirgefa skólann eða skólastofur á meðan þessi aðgerð fór fram (hversu rétt það er ætla ég þó ekki að þræta um þar sem ég veit það ekki fyrir víst).

Nemendurnir hafa afnot af tilteknum húsakynnum í skólanum og eiga réttindi í samræmi við það.  Ekki ólíkt því þegar 18 ára drengur býr á heimili foreldra sinna - þá geta foreldrarnir ekki heimilað leit á öllu heimilinu.

Það er mikill munur á að búa einhverstaðar og vera einhverstaðar, nemendur hafa afnot af svæðum en eru ekki með neitt ákveðið svæði tileinkað sér nema í sumum tilvikum þar sem á við skápa og því telst það svæði tileinkað þeim, allt annað hefur nemandi engin yfirráð yfir og engin eignaréttindi, eina sem skólinn má ekki leyfa lögreglu að gera er að leita í einkaeigum nemendu, eins og fatnaði, skólatöskum og skápasvæði.

Bara af því að ég fer á hverjum degi og borða í mötuneytinu hjá mér þá má ég ekki neita lögreglu um að fara þangað inn og gera leit þegar vinnuveitandinn minn hefur gefið grænt ljós á það, ég má aftur á móti banna þeim að leyta á mér sérstaklega.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.2.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband