Árni boðar ekki jafnrétti!

Á Íslandi er komið á jafnrétti á öllum sviðum bæði lagalega og í raun.  Það er algjör misskilningur að jafnrétti felist í því að það séu jafnmargir kk og kvk á vinnustað,  því síður að í því felist jafnrétti að þvinga einkafyrirtæki til þess að ráða eftir getnaðartólum einstaklinga.

Það er einnig forvitnilegt að Árni notar sem dæmi að allir handhafar forsetavaldsins séu konur og séu í meirihluta sem forsetar þingsins.  Þarna er sem sagt allt í lagi að "jafnréttið" sé 0% vegna þess að það hallar á karlkynið?

Hvað á að gera ef að eigendur að fyrirtæki A eru eingöngu karlar,  á þá að skikka einstaklinga til að selja hlut sinn til konu til þess að rétta "jafnréttisstuðulinn"?

Hvers vegna á ég sem eigandi að fyrirtæki ekki ráða hvaða fólk ég ræð inní mitt fyrirtæki?  Ef ég vil bara karla eða bara konur kemur það engum við nema mér sjálfum.  Ríkið á ekki að ráða að neinu leyti hvernig ég stjórna og rek mitt fyrirtæki!

Þessi jafnréttisbarátta í dag er ekkert annað en forréttindabarátta ákveðins hóps kvenna!


mbl.is Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

merkilegt að "þessar" konur vilja sömu forréttindi og karlmenn hafa haft sem í gegn um tíðina voru ráðnir vegna kyns!

linda (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband