Tengist raunveruleikanum!

Hvernig væri nú að þið þarna í þessu Velferðarráðuneyti farið aðeins að tengjast inní raunveruleikann og hvernig hinn almenni Íslendingur lifir.

Það er bara hlálegt og í raun arfaheimskulegt hjá ykkur að gagnrýna könnun Neytendasamtakanna þegar þið getið ekki einu sinni komið með tölur sem eru raunverulegar heldur bara til í einhverju fantasíulandi.  Tölur Neytendasamtakanna er mun nær því sem fólk er raunverulega að borga í leigu.

Hvernig væri nú að þið farið eftir niðurlagi skýrslu Neytendasamtakanna og farið að gera alvöru rannsóknir á leigumarkaðnum?  Leigumarkaður er reyndar mismæli þar sem réttara væri að kalla þennan markað "Villta vestrið"!

Það þarf að fara að gera almennilega umgjörð utan um leigumarkaðinn og helst að skilgreina hvað telst eðlilegt leiguverð.  Svo má endinlega leyfa Íbúðalánasjóði að leigja út þær íbúðir sem sjóðurinn situr nú uppi með og grottna niður auðar.


mbl.is Könnun á leiguverði umdeilanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband