Þessu vilja álsinnar rústa!

Það er nokkuð ljóst að ef vilji álsinna fær að ráða að þá verður þessari atvinnugrein rústað innan 20 ára.  Erlendir ferðamenn eru svo sannarlega ekki að heimsækja Ísland til þess að sjá álbræðslur eða stíflur!  Þeir koma hingað til að njóta þessarar sérstöku náttúru sem við eigum hér á Íslandi,  náttúru sem sumir vilja rústa fyrir erlend stórfyrirtæki.

Það er mjög athyglisvert að stórum hópi Íslendinga finnst algjörlega í lagi að meta land sem eyðileggst vegna virkjanaframkvæmda á 0 kr.- ... Já,  NÚLL krónur!  Mjög lýsandi fyrir einstaklega skammsýna gróðafíkn og heimsku margra Íslendinga.  Svo er nú mesta "djókið" í þessu sorglega viðhorfi að þessi gróði er svo þegar allt kemur til alls eingöngu til í huga þessara Íslendinga.  Erlendu iðnjöfrar hlægja að heimskunni hjá okkur alla leið í bankann!

Pælið í hvað við hefðum getað gert fyrir þessa 100+ milljarða sem fóru í að byggja þessa ljótu virkjun við Kárahnjúka.  Við hefðum í fyrsta lagi getað lagað aðkomu og aðbúnað á öllum okkar ferðamannastöðum sem er í dag okkur til háborinnar skammar!  Við hefðum getað útbúið t.d. eldfjallagarð eins og Ómar Ragnarsson lagði einu sinni til og fékk háðsglósur í andlitið.
Við hefðum getað orðið leiðandi í notkun á LED-tækni í matvælarækt í gróðurhúsum.  Ég skil reyndar ekki hvers vegna fólki finnst í lagi að álverin sogi til sín 70% af allri raforkuframleiðslu í landinu og borgi skammarlega lágt gjald fyrir en svo þurfa gróðurhúsin sem eru að framleiða matvæli handa okkur að borga mun hærra verð en álrisarnir.

Er málið það að álrisarnir séu búnir að kaupa þingmenn sem sitja á hinu lága Alþingi eða hafa þingmenn okkar bara ekkert á milli eyrnanna á sér?

Að lokum,  það á að leggja áherslu á atvinnu í tengslum við ferðamenn þar sem þeir skilja allan gjaldeyrir sem þeir eyða eftir í landinu.  Annað en ofangreind fyrirtæki!  Einnig eftir því sem aðkoma og aðbúnaður ferðamannastaða landsins er betri því jákvæðari sögur berast út um heimsbyggðina sem leiðir til þess að enn fleiri ferðamenn koma til landsins.  Það er góður hringur til að fara eftir,  í staðinn fyrir þennan vítahring sem við erum ekki enn laus við og mun einungis leiða okkur aftur til glötunnar!

Menn vildu fórna Gullfossi á sínum tíma - Hefðu menn viljað sjá ljóta stíflu á þessari mynd?

Gullfoss


mbl.is 155 milljarða gjaldeyristekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband