Hversu erfitt getur það verið að berjast saman fyrir hagsmunum Íslendinga gegn nýlenduherrunum?
Gleymið þessum fjandans innanlandsátökum og vinnið að hagsmunum Íslendinga, sem er að borga helst ekkert eða til vara að borga sem allra minnst.
Gleymum því ekki að það hefur aldrei fengist úr því skorið hverjar skuldbindingar Íslands séu lagalega í þessu máli. Í raun á ekki að koma til greina að borga nokkuð fyrr en það er komið nákvæmlega á hreint hverjar skuldbindingarnar eru.
Nýtum okkur tækifærið sem forsetinn hefur gefið okkur og höfnum samningnum sem Alþingi samþykkti 30.des 2009. Erlendis er að magnast upp sú skoðun að skaðinn vegna Icesave ætti að dreifast á öll 3 löndin skv. höfðatölu og einnig hefur heyrst að öll Evrópa ætti að borga þennan reikning vegna þess að það var regluverkið sem og eftirlitið sem brást.
Látum ekki undan einhverjum hræðsluáróðri sem á ættir að rekja hjá Bretum og Hollendingum
við viljum að okkar kynslóð verði minnst eins og þeirrar kynslóðar sem barðist fyrir rétti þjóðarinnar í Þorskastríðinu en ekki sem aumingja sem létu valta yfir sig án viðspyrnu í IceSave málinu!
Berjumst saman!!!